Haustið 1993 var gott haust- allavega með tilliti til þess að þá tókst henni
Kristínu Ástgeirsdóttur að safna saman nokkrum burtfluttum Eyjamönnum og konum hér á Reykjavíkursvæðinu, til að undirbúa stofnun á átthagafélagi.
“Blásið var til samkomu” á Rauða ljóninu föstudagskvöldið 3. desember.
Mikið var gaman þetta kvöld. Ekki eru til nákvæmar tölur um fjölda þeirra sem mættu, en mörg vorum við og stuðið eftir því.
Formlegur stofnfundur var svo í Agogessalnum
sunnudaginn 13. febrúar 1994.
Þar sem Kristín var auðvitað kjörin formaður.
Aðrir í stjórn voru kosnir.
Birna Ólafsdóttir, Einar Gylfi Jónsson, Erna Olsen,
Guðrún Kristinsdóttir, Hafþór Guðjónsson, Helgi Bernódusson,
Sara Hafsteinsdóttir og Sigurjón Guðmundsson.

Fyrsta stjórn ÁTVR



Síðan hafa verið ýmsar samkomur á vegum félagsins, t.d. böll, Oddgeirskvöldið ógleymanlega 4.október 2002 þar komust færri að en vildu,
samvera í Viðey á Sjómannadaginn 2003
með þáttöku séra Þorvalds Víðissonar að “heiman”,
Handverksdagar Eyjamanna í Reykjavík og f.l.
Síðastliðið haust var stofnaður Sönghópur ÁTVR .
Sinn fasta sess hefur átt aðalfundur í mars, Jónsmessugrillið
og Bjórkvöldið síðasta föstudag í nóvember,
en sú breyting verður á í ár að Bjórkvöldið
verður fært fram og sameinað “slútti”
á Handverksdögum Eyjamanna í Reykjavík 4.nóvember n.k.





Núverandi stjórn ÁTVR.
Á myndina vantar Vigni Sigurðsson

Formaður. Guðný Helga Guðmundsdóttir
Varaformaður. Sigurður Guðnason
Gjaldkeri. Sigurjón Guðmundsson
Ritari & félagatal. Sigfríð Hallgrímsdóttir

Meðstjórnendur. Elías Stefánsson, Hrafnhildur Hlöðversdóttir
Marta Hallgrímsdóttir, Sigurjón Sigurjónsson, Vignir Sigurðsson

Tónlistastjóri.
Hafsteinn Grétar Guðfinnsson.