Í skrifuðum heimildum er getið um Egilsstaði sem þingstað frá fimmtándu öld. Getið er um Eyvindará í Droplaugarsonasögu og Fljótsdælu sem er samin, fyrir eða um árið 1000 að sumir segja.
Á stórbýlinu Egilsstöðum, sem stendur á fjölförnustu vegamótum á Austurlandi, hefur löngum verið mikill gestagangur og segja má að engin tilviljun hafi ráðið því að komið var upp gistihúsi á þessum stað. Fyrr á öldum reyndist erfitt að hýsa þann fjölda gesta sem sótti húsráðendur heim vegna fátæktar. Fór það svo að árið 1884 taldi Eiríkur Halldórsson, ábúandi á Egilsstöðum, sig tilneyddan að hefja gjaldtöku fyrir gistingu að Egilsstöðum. Þar með hófst rekstur gistihúss á Egilsstöðum, sem hefur í raun haldist óslitinn alla tíð síða.

Įriš 1889 keyptu Jón Bergsson og Margrét Pétursdóttir jörðina Egilsstaði og er það upphafið af sögu ættarinnar á þessum stað. Átti Jón að hafa sagt: „Hér verða vegamót“ og eru það orð að sönnu. Í dag búa niðjar Jóns og Margrétar í fimm húsum á landi Egilsstaða.

Velkomin
Upplýsingar
Verð

Veitingastaður
Matseðill
Herbergi
Kort
Sagan
Myndir