HeimFerilskraVerkUmfjoellunSamband
 
handrit  

Handritin, 2005

Efni: Ull, silki, hör, pexígler
Stærð: 47 x 53 sm
Aðferð: þæfing, silkiþrykk, blönduð tækni, útsaumur

Sumir safna servíettum, aðrir hlutabréfum. Ég safna bókstöfum úr íslenskum handritum svo og laufblöðum haustsins, þrykki á síður og bý til handrit og bækur.

Fyrst kembi ég ullina af sauðkindinni með kömbum langömmu maka míns, næst þæfi ég síður og þrykki stafi og laufblöð á síðurnar. Stafir eru lýstir með útsaumi og á milli þrykktra laufblaða sauma ég blóm og smáan gróður. Sumum síðunum safna ég saman og bind inn í bækur, minningabækur. Nöfnin eru í fornum anda, Loðskinna og Laufskinna.

Stafir mynda síður í stíl fornrita sem ég ramma inn í glært plexígler og þannig fljóta þær í tíma og rúmi á milli miðalda og samtíðar.

Til baka