Topplistar Séra Ólafs Björnssonar, doktors í einlægri tónlistarspeki.

18. mars - 01:04
Róttækar breytingar

Jæja já. Þá hefur stór ákvörðun verið tekin.

Nánar: olibj.wordpress.com12. mars - 22:46
Mskankar (og þetta er asnaleg regla)

g er farinn a hafa rlitlar hyggjur af tnlistarlegum huga mnum n til dags. Ekki miskilja, g hlusta alveg jafn miki tnlist og ur en a verur alltaf minna og minna af nrri tnlist sem heillar mig. g hef miki velt essu fyrir mr upp skasti og reynt a komast a v hva veldur. stan gti veri s a tnlist er orin a auveld framleislu a hn verur verri og verri. En a er a sjlfsgu margt sem heillar mig en ekki eins miki og ur.

g hef ekki hugsa miki t etta af alvru og aldrei almennilega plt v hva a raunverulega er sem fr mig til a finnast eitthva lag betra en anna. Auvita finnst mr mjg mikilvgt a heyrilegur trommari berji hirnar og eins er a trlega miki atrii a sngvarinn s gur. a er alltaf miki af gum hljmsveitum til sem semja fn lg en hafa svo innabors sngvara sem nr a eyileggja heildarmyndina. Grpandi texta vil g hafa lgunum og auvita yfir a heila gan flutning. En a kom mr vart a eitt tel g mikilvgara en allt sem g hef tali upp hr undan. Og a er gott gtarsl. Og ar kemur niurstaan.

Gtarhetjur eru undanhaldi. Svo einfalt er a. Vi sjum minna og minna af gtarleikurum essum stru hljmsveitum dag sem geta teki almennileg gtarsl. r hljmsveitir sem heilla hafa mig gegnum tina eins og t.d. Pearl Jam, Pink Floyd, The Who, Metallica, Pantera og margar fleiri eiga a allar sameiginlegt a innihalda essa klasssku gtarhetju sem getur teki sl sem fr mann til a grta. Mike McCready, David Gilmour, Pete Townshend, Kirk Hammett og sast en ekki sst Dimebag Darrell eru allt saman menn sem geta teki gtarsl fr helvti. g er ekki a segja a a s alveg nausynlegt a gar hjmsveitir hafi framrskarandi slgtarleikara innanbors. a eru a sjlfsgu fjlmargar af mnum upphaldshljmsveitum sem ekki hafa einn slkan innabors. En flestar stta af gtarhetju.

Mr finnst essi msk n til dags fn. En etta er flest allt bara mealgott en auvita bregur fyrir einni og einni hljmsveit sem er frbr. But we need another hero!
6. mars - 21:18
Þorrablót

orrablt Borgfiringa var haldi 3. febrar sl. og htt a segja a ar hafi tekist vel til og skemmtun og matur veri til sma eins og vant er. vantai eitthva pnulti upp a stemmning yri eins og best verur og kosi eins og yfirleitt er essari mgnuu skemmtun. Ekki var v um a kenna a skemmtiatrii vri af lakara taginu ea maturinn vondur. Sur en svo. En svona er etta bara stundum, stemmning er fn en finnst manni eins og vanti rlti upp a hn s frbr. g vil persnulega kenna v a ekki var gert hl dagskr og v minna um a menn fru barinn til a kaupa sr fengi. Eins finnst mr eins og sustu r hafi almenn lvun veri minni en vant er og auvita finnst manni a miur. sta ess a lvun er minni gti veri s a fleiri skemmtanir eru yfir ri heldur en ur fyrr. ur fyrr voru orrabltin eina skemmtunin sem flk fr yfir ri og a sjlfsgu var drykkju- og skemmtanarfin orin svo gfurleg a menn voru yfirleitt ornir veltandi lvair egar skemmtiatriin voru a byrja.

Vi Gndi Jkuls veltum essu miki fyrir okkur ballinu eftir sl. blt. Vi minntumst bir ess tma egar vi vorum grunnskla en var grunnsklinn slla minninga efri h flagsheimilisins. a var undantekning ef lulyktin kom ekki vaandi mti manni egar maur mtti sklann mnudegi eftir orrablt. Vaskar klsettinu bru ess stundum enn merki a eir hefu veri notair sem hald til a skila orramat og fengi. g man eftir v a vi nemendur mldum orrabltin eftir lyktinni mnudegi. Ef a var lulykt hafi blti tekist fullkomlega en ef engin var lulyktin tldum vi a ruggt a halda fram a blti hefi ekki veri tekist eins og best var kosi.

En a breytir v ekki a a er alltaf upplifun a fara orrablt Borgarfiri menn su httir a la ballinu. En g hvet Borgfiringa, burtflutta og akomumenn a taka sig fyrir nsta blt og drekka fr sr allt vit og helst la vaskana karlaklsettinu og auvita yri a frbr bnus ef vaskarnir kvennaklsettinu yri skreyttir lka.

25. febrúar - 10:04
Matarverð

Ég veit ekki hvort ég er sá eini sem tekið hefur eftir því að mataverð hefur hækkað upp á síðkastið. Og það ekkert smá. Við Inga kaupum nú yfirleitt það sama svona að jafnaði í Kaupfélaginu á Djúpavogi. Helstu nauðsynjavörur bera þar hæst þó óþarfa vara slæðist við og við ofan í körfuna. En það er sama hvort varan er nauðsynleg eða óþörf. Það hefur hækkað ískyggilega verðið á hvorutveggja (eða hvorutveggju?). Hvort sem það eru birgjarnir í helvítis Reykjavíkinni eða bara kaupmenn sem lætt hafa þessum hækkunum að þá verður eitthvað að gera. Virðisauki á matarverði lækkar eins og allir vita 1. mars en miðað við þessar hækkanir á vöruverði þá get ég ekki betur séð en að varan eigi eftir að skila sér dýrari heldur en áður.

Við getum tekið sem dæmi AB drykkjarjógúrt sem er yfirleitt partur af morgunverði okkar Ingu. Þetta er svona drykkjarjógúrt í litlum 250 ml dollum. Síðan þessi jógúrt kom á markað seint á síðasta ári hefur dollan kostað 85 krónur. Inga tók eftir því í dag að dollan hefur hækkað um litlar 30 krónur. Jájá, hún er komin í 115 kr. Það er helvítis mikil hækkun! 115 krónur fyrir 250ml af sykri og sýru! Einnig notum við sveppi í nánast allt sem við eldum. Það skal hér með tekið fram að steiktir sveppir er eitt af því besta sem ég veit. Við kaupum alltaf Flúðasveppi í svona bláum bökkum. Síðan ég veit ekki hvenær hefur bakkinn kostað kr. 249. Einn dagin er ég var í mesta sakleysi að versla tók ég eftir því að bakkinn hafði allt í einu hækkað um 20 krónur, kominn í 269. Bara allt í einu. Hvað á svona lagað að þýða? Ég er ekki að segja að 20 krónur séu einhver formúga en þetta er þrátt fyrir það tölverð hækkun svona á einum degi. Síðast en ekki síst skal því hér komið á framfæri að hálfur líter af gosi kostar í Samkaupum kr. 169, takk fyrir.
Hálfur líter. Svo er pabbi undrandi á því að maður versli í Bónus þegar færi gefst!

Ég vildi stundum óska að við Íslendingar værum svona svoldið eins og Frakkarnir. Ef það er eitthvað sem okkur Íslendingum mislíkar þá bölvum við og rögnum í náunganum við hlið okkar í nokkra daga og svo er það bara gleymt og grafið og við látum hlutina yfir okkur ganga eins og ekkert sé sjálfsagðara. En Frakkarnir verða einfaldlega brjálaðir. Þeir hlaupa naktir út á götur vopnaðir skóflum, kúbeinum og eldspýtum og brjóta allt sem á vegi þeirra verður og kveikja svo í því ef þeir eru ekki sáttir. Þeir loka stórum umferðaræðum á nokkrum sekúndum eða sprengja
einfaldlega bara upp vegina. Já, þeir láta í sér heyra ef þeim er misboðið. Ég er ekki að segja að t.a.m. Djúpavogsbúar ættu að fylkja liði niður að Samkaupum, taka Ingibjörgu og Nínu í gíslíngu og hóta að sprengja helvítis kaupfélagskofann ef matarverð verður ekki lækkað en það er samt hægt að láta í sér heyra til að eitthvað verði gert.
Er ég farinn að hljóma óþarflega mikið eins og Steingrímur Joð?
9. febrúar - 22:07
Af hverju...

...í ósköpunum er aldrei útsala í Áfengis og tóbaksverslun ríksisins?
Haldiði að það væri nú munur að geta skroppið á útrýmingarsölu hjá ÁTVR og keypt kassa á bjór á verði einnar kippu?
90% afsláttur af Holsten í gleri ! Fyrstur kemur fyrstur fær.
2 fyrir 1 af rauðvíni alla helgina!
Þetta hljómar kannski mjög fjarstæðukennt en ég hef samt aldrei getað skilið hvers vegna ÁTVR er eina verslunin sem aldrei er útsala í. Ég meina, það endar alltaf með því að áfengi rennur út. Er aldrei áfengi á síðasta séns í ÁTVR? Hvað verður um það? Maður myndi láta sig hafa það að kaupa kassa af bjór sem rynni út eftir viku. Það tekur nú ekki langan tíma að slátra einum kassa.
Gaman væri nú að alltaf eftir stórsöluhelgar eins og verslunarmannahelgina væri stórútsala á áfengi og maður gæti byrgt sig upp fyrir haustið. En það verður sennilega seint og eflaust er töluvert líklegra að áfengi hækki frekar en ríkið hlusti á þessar hugmyndir mínar.

Bless og takk, ekkert snakk (þeir fá prik sem vita úr hverju þetta er)
6. febrúar - 22:12
Ný regla

Ok, nú er ný regla í gangi hérna. Þar sem ég fæ að jafnaði lítið feedback á skrifin mín eftir að ég kom með þetta kommentakerfi (reyndar hefur það verið með besta móti eftir að ég byrjaði að skrifa aftur), þá... verður ekki skrifuð ný færsla nema 8 komment séu komin á síðustu færslu. Og það það þýðir lítið að svindla með því að einn skrifi 8 komment í einu... 8 komment frá 8 mismunandi manneskjum og þá er ég ekki meðtalinn þegar ég er að svara kommentum! Ok?

Stóðar gundir
31. janúar - 20:58
Skáldskapur

Eftir því sem ég best veit er Kristján Hreinsson höfundur texta í 90% tilvika í þessu júróvisjónfári. Eftir því sem ég kemst næst eru nærri 100% þessara texta ýmist sorp eða rusl. Það sem ég næ ekki niðurstöðu í er hvers vegna allir fá hann til að semja texta. Er það bara af því að hann er kallaður skáldið úr Skerjafirðinum og allir halda að hann sé agalega snjall. Vel má vera að hann sé ágætur í ljóðagerð en þegar kemur að dægurlagatextagerð er hann í hópi með strákunum úr Skítarmóral, Von og Buttercup. Ekki leiðum að líkjast...
Svona fer þegar blindur almúginn heldur að eitthvað sé frábært sem er ekki frábært. Bara af því að hann heitir skáldið í Skerjafirðinum þá halda allir að hann sé snillingur á öllum sviðum skáldskapar og ekkert geti verið slæmt sem hann gerir. Það er nú öðru nær. Hlustið gaumgæfilega á þessa texta í júróvisjónlögunum og spyrjið ykkur hvort hvaða sauður sem er gæti ekki samið svona sleikibrjóstsykurstexta.

Og hana nú!

Góðar stundir
30. janúar - 21:51
Áfram Ísland

Best að fara út og skalla naglavegg.

Góðar stundir.29. janúar - 20:51
Músík

Ég hef sennilega ekki hlustað nógu mikið á nýjar plötur ársins 2006 því eftir miklar pælingar náði ég einungis að skrapa saman 4 erlendum og 4 innlendum plötum sem ég hafði mætur á. En listann birti ég þó. Þetta eru þær plötur sem höfðuðu mest til mín, hvort sem fólki líkar betur eða verr. Og hefst þá lesturinn.

- Af innlendum vettvangi -

4. sæti - Sálin og gospel - Lifandi í Laugardalshöll
3. sæti - Baggalútur - Aparnir í Eden2. sæti - Hildur Vala - La La la1. sæti - Pétur Ben - Wine for my weakness
-----------------------------------------------------------------------------------------------

- Af erlendum vettvangi -

4. sæti - Muse - Blackholes and Revelations3. sæti - David Gilmour - On an Island2. sæti - Belle and Sebastian - The Life Pursuit1. sæti - Pearl Jam - Pearl JamGóðar stundir25. janúar - 21:29
Pása

Eftir þessa gríðarlegu bloggtörn sé ég mér ekki annað fært en að taka mér helgarfrí. Mæti vaskur í nýrri viku.

Góðar stundir
24. janúar - 19:47
Heiðurshjónin Steindór Einarsson og Rúna Birna Halldórsdóttir frá Víðastöðum

Þegar ég stend við það að draga björg í bú í beituskúrnum rifjast oft upp fyrir mér fysta skiptið sem ég afrekaði það að draga björg í bú. Það voru ekki stór björg sem ég dróg í búið en sennilega hafa þau skipt einhverju máli í einhvern tíma. Ég var að ég hygg 11 ára gamall og man þetta eins og það hafi gerst í gær.

Í þá daga var það siður þeirra heiðurshjóna Steindórs Einarssonar og Rúnu Birnu Halldórsdóttur á Víðastöðum í Hjaltastaðaþinghá að leggja leið sína á rútu sinni, vopnaðri kartöflum og rófum, niður á Borgarfjörð í þeim tilgangi að selja sísvöngum Borgfirðingnum hluta uppskerunnar. Sá siður komst á að ég, þá barnungur drengurinn, var fenginn til að taka rúntinn með þeim um fjörðinn. Hlutverk mitt var að lokka grandalausan sveitamanninn út að rútunni til þess að Steindór og frú gætu sýnt honum hvað þau hefðu þar að geyma. Þetta er reyndar kannski örlítið ýkt frásögn því yfirleitt vissu allir Steindór og frú væru væntanleg en ég var fenginn til að banka á hvern bæ svo þau þyrftu nú ekki að óþörfu að hreyfa lúin bein eftir kartöflu- og rófutýnslu síðustu missera. Það má fylgja sögunni og mér fannst alveg einstakt að hver einn og einasti kúnni skyldi kaupa af þeim og það ekkert smá. Ég taldi alveg víst að það væri allt saman mér að þakka, slík væri sannfæringin þegar ég útskýrði fyrir heimilisfólki að Steindór væri kominn til að selja kartöflur. Má vera að sölumannseðlið í mér hafi spilað þarna inn í en líklegri verður sú skýring að teljast að fólki hafi einfaldlega verið farið að lengja eftir varningnum.

Mér fannst þetta einstaklega göfugt starf og hlakkaði til í hvert skipti sem ég vissi að heiðurshjónin væru væntanleg af Héraði. Launin voru heldur ekki af lakara taginu. Ég er ekki viss um að krakkar nú til dags myndu gleðjast yfir laununum en mér fannst þau einstaklega höfðingleg. Og því gleymi ég aldrei þegar ég kom með þau heim í fysta sinn.

Ég man vel eftir því þegar ég gekk inn um heimilisdyrnar í Heiðmörk eftir fyrstu ferðina, klyfjaður tveimur kartöflusekkjum og einum rófusekk. Karl faðir minn lá upp í sófa og reis upp þegar hann sá mig og er algjör óþarfi að vera að orðlengja það eitthvað að stoltið skein úr augum hans. Ég man það sérstklega að pabbi sagði við mig að ég mætti vera stoltur af því að þetta væri í fyrsta skipti sem ég færði eitthvað til heimilisins. Ég hafði nú ekki áttað mig á því beint en þegar hann sagði þetta má segja að ég hafi verið í þann mund að rifna úr monti.

Þessi búbjargadráttur (þetta er nýtt orð sem ég fann upp, sem er skrítið þar sem ég er ekki enn búinn að átt mig á meiningunni "að draga björg í bú") varð árlegur viðburður í ein 3-4 ár. Ég man nú ekki hvað varð til þess að Steindór og frú hættu að fá mig til að aðstoða sig. Kannski var það að ég hafði misst sölumannseðlið, má vera að þeim hafi fundist að sannfæringarkrafturinn væri horfinn. Það getur líka verið að sú staðreynd að ég fór snemma í mútur hafi haft einhver áhrif. Hvað sem því líður er ég ævinlega þakklátur þeim hjónum fyrir þetta tækifæri til að sýna að ég gat hjálpað til.
Þó það væru ekki nema kartöflur og rófur sem ég færði til heimilisins þá hefur foreldra mína kannski munað um það í einhvern tíma. Ja, allavega var pabbi stoltur. Og mamma grét.


Góðar stundir
upp
Sendu mér SMS

-----------------------

Mæspeisið

::..Bloggarar..::


- Litlu krílin -

Sonur minn
María Líf og Siggi
Anton Unnar

- Allarnir -

Dúddi bróðir
Þröstur Fannar
Harpa Rún
Erla litla

Alli Baldurs
Soffía Baldurs

Þórína Baldurs
Þórunn Áslaug


- Borgfirðingar -

Feita helvítið
Hafþór Snjólfur
G. Magni
Hoffa
Aldís Fjóla

Berglind A.

- Congómenn -

Unnusta mín
Anton Stefáns
Hallur faðir
Guðmundrr Þorrkell

Gummó

- Hinir -

Ragnar Makkaræfill
Bylgja fagra

Gutti fojer
Einar Hró
Uber-Gazzi
Ingó Framsóknarjöfur

Hilmar Garðarson

- Tónlist -

Pearl Jam
Pink Floyd
The Who
Muse
Ensími
Pantera
Dúndurfréttir
Our Lady Peace
Smashing Pumpkins

- Annað sniðugt -

Borgarfjörður eystri
Gítarsíða dauðans

Kvikmynd.is
Djúpivogur
Baggalútur
Dr. Gunni
Arsenal
Fótbolti
Torrent

Póstur


a skoa suna


© Ólafur Björnsson 2007
jeremy@simnet.is